Netöryggi námskeið
Dagleg netnotkun
Á þessu praktíska námskeiði, Netöryggi - Dagleg netnotkun, skerpum við á kunnáttu og viðhorfi til daglegra notkunar tæknilausna. Markmiðið er að efla
öryggi, gagnrýni og getu til að beita tækni á skilvirkan hátt í daglegu starfi.
Á námskeiðinu er notast við fjórar meginstoðir til að skýra efnið: Öryggi, Framkvæmd, Samskipti og Upplýsingar, þar sem "öryggi" er haft í forgrunni:
- Öryggi: Notkun öflugra lykilorða eða frasa (e. passphrase), mikilvægi fjölþáttaauðkenningar (e. mfa), netöryggi – netsvik og netveiðar, velferð á netinu og lagalegar atriði ef við „samþykkjum“ sjálf innskráningar, breytingar eða millifærslur
- Framkvæmd: Mikilvægi þess að upplýsa og fræða hvað fellst í öruggum samskiptum, viðbrögð við vá eða grun þess efnis, boðleiðir séu þekktar og tæki séu rétt stillt og uppfærð - þannig verður vinnan bæði örugg og skilvirk
- Samskipti: Netnotkun, grunnvirkni og högun kerfa, meta mismunandi leiðir til samskipta, efla samstarf í teymum og tryggja ábyrga gagnadeilingu byggða á þekktum ferlum
- Upplýsingar: Meta og nota áreiðanlegar upplýsingar. Finna og greina á milli staðreynda og skoðana, ásamt skráningu og varðveislu gagna
Fyrir hvern
Námskeiðið er fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem vilja efla öruggar og árangursríkar starfsvenjur á skömmum tíma. Það hentar sérstaklega:
- Stjórnendum og teymisstjórum sem bera ábyrgð á verkferlum, upplýsingaflæði og áhættustýringu
- Almennu starfsfólki í þjónustu, skrifstofustörfum og upplýsingavinnslu
- Öryggis- og persónuverndarfulltrúum sem vilja samræma fræðslu við daglega vinnu.
Námskeiðið er í formi fyrirlestrar með raunverulegum dæmum og eflir upplýsingalæsi. Því er ætlað að draga úr líkum á netveiðum (e. phishing), hvað sé átt við með samskiptasvikum (e. social engineering), þekkja helstu óværur (e. malware) – Efla öryggisvitund einstaklingsins ásamt því að skýra hvernig gagnrýni geti minnkað líkur á yfirtöku, svikum og öðru. Námskeiðið er á mannamáli og forðast er að nota flókin tæknileg orðasamband.
Niðurstaðan er öruggara og skilvirkara daglegt starf þar sem öryggi er samþætt upplýsingalæsi, samvinnu og framkvæmd.
Hér má finna samantekt um "Stafræna hæfni" á íslensku og ensku.
Sérsniðið
Viltu setja upp sérsniðið námskeið fyrir þitt teymi eða bæta við sérstökum efnisþáttum til að mynda SharePoint, Teams eða gagnavernd? Hafðu samband og við sniðum námskeiðið að ykkar daglega rekstri.
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Tilboð
- Fáðu tilboð í Netöryggi námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?
