Atli Þór Kristbergsson...
... leiðbeinandi / ráðgjafi
Atli Þór
Atli Þór heiti ég og hef starfað í upplýsingatækni til margra ára, fyrst sem kerfis- og vefstjóri, sem sérfræðingur og deildarstjóri upplýsingatæknideildar og núna síðast sem ráðgjafi og leiðbeinandi.
Síðan 2016 hef sinnt M365 kennslu og ráðgjöf hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ásamt því að vera verktaki hjá nokkrum af fræðslumiðstöðvum landsins.
Menntun
Ég er iðnmeistari að mennt (Rafeindavirki) og hef ég setið fjölda námskeiða á ýmsum sviðum eins og GDPR, ISO27001 og ITIL. Er vottaður (D – Vottun) verkefnastjóri eftir að hafa setið nám EHI er heitir "Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun", skammstafað VOGL .
Ég hef starfað við upplýsingatækni meira og minna síðan 1996. Fyrst um sinn sem kerfis- og vefstjóri og síðar sem deildarstjóri upplýsingatæknideild Íslandsbanka. Ég hef komið að hönnun og uppsetningu tölvukerfa, byggt vélasali og séð um innleiðingu á ferlum og stefnum. Varðandi kennslu hef ég einbeitt mér að M365 afurðum eins og "Teams & OneDrive", "Planner", "Excel", „SharePoint“, „Outlook“. Legg mikla áherslu á góðan undirbúning og vera með raunlæg dæmi hvernig nýta má umræddar lausnir við daglega vinnu.
Er forvitinn að eðlisfari og er endurmenntun eitthvað sem ég legg mikla áherslu á. Tæknin er fjölbreytileg og tekur stöðugum breytingum – öll námskeiðin eru uppfærð eftir því sem umhverfið þeirra breytist.
Ég er alltaf til gott spjall og góðan kaffibolla – Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar fræðslu eða aðstoð við gerð kennsluefnis.