Microsoft Excel
Excel Power Query
Microsoft Excel - Power Query er öflugt verkfæri innan Excel sem gerir notendum kleift að sækja, umbreyta og móta gögn af mörgum mismunandi stöðum. Þetta tól einfaldar og hraðar úrvinnslu gagna með því að bjóða upp á sjónrænt viðmót til að flytja inn gögn, sameina þau, sía, breyta og búa til ítarlegar greiningar. Power Query hentar bæði byrjendum og reyndum notendum sem vilja bæta framleiðni og skilvirkni í gagnavinnslu. Power Query er gagnlegt við að draga saman, umbreyta og setja inn gögn en á ensku útleggst þetta sem ETL eða "Extract, Transform & Load" og nýtist ekki bara við vinnslu í Excel heldur einnig í Power Bi.
Einnig má notað það til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og tryggja að gögn séu alltaf rétt og uppfærð. Power Query er ómissandi verkfæri fyrir þá sem vilja dýpka skilning sinn á Excel og hámarka notkun þess í nútímalegu vinnuumhverfi.
Ávinningur
Að kynnast "Power Query" og þá hvar og hvernig það er ræst, þekkja helstu aðgerðir, hvaðan hægt er að hlaða inn gögnum og margt fleira.
Yfirferð
- Kynning á Power Query og stjórnborði þess
- Skilgreining, notagildi og eiginleikar
- Uppsetning og tengingar við gagnalindir
- Power Query í Excel
- Tengingar við vefslóðir, önnur excel skjöl...
- Grunnatriði í gagnavinnslu
- Bæta við, breyta og fjarlægja dálka og línur
- Breyta gildum úr t.d. texta í tölur
- Sameining gagna
- (e. merge og e. append)
- Uppfyllingar
- (e. fill up & e. fill down)
- Breytingar og hvernig má taka til baka
- (e. undo)
- Útflutningur gagna
- Flytja umbreytt gögn aftur í Excel til frekari vinnslu
- Hagnýt verkefni og æfingar
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Kostnaður
Tilboð
- Fáðu tilboð í MS Excel - Power Query námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?