1. Inngangur

Þessir viðskiptaskilmálar eru almennir skilmálar TNS og gilda um alla þjónustu sem veitt er af TNS, þar með talið ráðgjöf og/eða kennslu. Skilmálarnir ná til einstaklinga, félaga, fyrirtækja eða annarra aðila, hvort sem þjónustan er veitt gegn greiðslu eða endurgjaldslaust.

2. Skilgreiningar

  • Kaupandi / greiðandi: Sá einstaklingur, félag eða fyrirtæki sem greiðir fyrir þjónustu frá TNS og hefur kynnt sér og samþykkt þessa skilmála.
  • Notandi / nemandi: Sá einstaklingur sem sækir námskeið eða þiggur þjónustu frá TNS, óháð því hvort hann sé greiðandi eða ekki, hefur samþykkt þessa skilmála.
  • TNS: Er í eigu ALA ehf., kt. 510609-0340, Víðihvammi 15, 200 Kópavogi.

3. Endurgreiðslur

  • Ekki er heimilt að krefjast endurgreiðslu ef ein vika eða skemur eru til námskeiðs.
  • Áður en vika er til námskeiðs getur aðeins kaupandi / greiðandi óskað eftir endurgreiðslu. Endurgreiðsla fer þá eingöngu inn á reikning greiðanda, jafnvel þótt notandi / nemandi sé annar.
  • Ef hluti námskeiðs fellur niður vegna ófyrirséðra atvika á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu, en honum verður í staðinn boðinn sambærilegur hluti í öðru námskeiði.

4. Gildissvið

Skilmálarnir gilda um alla viðskiptavini TNS – svo sem einstaklinga, félög, fyrirtæki og aðra aðila.

5. Framsal

  • Kaupandi / greiðandi má ekki framselja eða selja aðgang að námskeiði til þriðja aðila án þess að tilkynna TNS með minnst 72 klst. fyrirvara.
  • Notandi má ekki framselja aðgang sinn án skriflegs samþykkis greiðanda, ef hann er annar en notandi. Allar breytingar á skráningu skulu berast TNS a.m.k. 72 klst. fyrir námskeið.

6. Breytingar og viðbætur

TNS áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Slíkar breytingar verða kynntar með tilkynningu á heimasíðu TNS.

7. Eignarhald og höfundarréttur

  • Allt kennsluefni og framsetning þess er í eigu TNS, óháð því hvort greitt hafi verið fyrir þjónustuna eða ekki.
  • Kaupandi og/eða notandi skulu virða lög um höfundarrétt og vörumerki.
  • Óheimilt er að afrita, endurgera eða nýta efni TNS á neinn hátt án skriflegs leyfis eiganda.
  • Ef grunur vaknar um brot á þessum reglum áskilur TNS sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum.

8. Óviðráðanleg atvik

  • TNS ber enga ábyrgð á vanefndum eða röskun á þjónustu sem rekja má til náttúruhamfara eða annarra óviðráðanlegra atvika.
  • Í slíkum tilvikum er hvorki réttur til endurgreiðslu né skaðabóta til staðar.

9. Dómstólar

Mál sem kunna að rísa vegna þessara skilmála skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

F.h. TNS
Atli Þór Kristbergsson