Microsoft Excel
Excel grunnur
Á þessu grunnnámskeiði er farið yfir stjórnborð Excel, helstu aðgerðir og flýtileiðir. Farið yfir muninn á vinnubók og síðum. Helstu formúlur skoðaðar og hvernig þær hjálpa okkur. Rætt er um hvernig gögn þurfa vera til staðar og mikilvægi þess. Farið er yfir muninn á lista og töflum (e. tables). Vistun og deilingu á skjölum.
Notast er við nýjustu útgáfu af Excel og því farið í ýmislegt sem eingöngu finnst þar en ekki í eldri útgáfum.
Ávinningur
Að kynnast Excel, þekkja helstu aðgerðir og formúlur og geta lesið í gögnin svo hægt sé að nýta hugbúnaðinn sem mest.
Yfirferð
- Hvaða gögn eru til staðar – munur á texta og tölum
- Hvernig gögn viljum við nota
- Helstu aðgerðir s.s. samtala, meðaltal, fjöldi, hæsta og lægsta gildi
- Flýtileiðir – Draga
- Hvernig má sníða umhverfið – Leggja áherslu á ákveðin svæði
- Fastar og heiti á svæðum
- Nokkrar helstu formúlur og hvernig þær eru byggðar upp
- Notkun á tveimur leiðum kynntar
- Töflur (e. charts) kynnt
- Og fleira.
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Kostnaður
Tilboð
- Fáðu tilboð í MS Excel námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?