ChatGPT námskeið
Gervigreind - ChatGPT
Á þessu grunnnámskeiði kynnumst við ChatGPT frá innskráningu í að skrifa vel ígrundaðar kvaðningar (e. prompt). Notendaviðmótinu er gerð góð skil, farið yfir helstu stillingar og hvernig setja má inn sérstillngar (e. personalization), skoðum hvað átt er við með minni (e. memory) og ýmislegt fleira.
Tökum fyrir hver er munurinn stakri nýrri færslu (e. new chat) og vera með færslu innan verkefnis (e. project). Þessu samhliða skoðum við hvað átt er við með djúpri rannsókn (e. deep research), "Erindreki" (e. agent mode), myndvinnslu og fleira. Skoðum notkunarmöguleika og þau tækifæri sem ChatGPT býður uppá.
Ávinningur
Innsýn í ChatGPT og hvað hægt er að gera - hvað það getur gert fyrir okkur. Hvar og hvernig hægt er að nota hana í dag. Að loknu námskeiði ættu nemendur að vera færir að prófa sig áfram og nýta þá möguleika sem kerfið hefur upp á bjóða.
Yfirferð
- Sagan, spunagreind og ChatPGT
- Hvað er gervigreind og hvað er hún ekki?
- Hver er munurinn á „Hvað“ og „Hvernig“?
- ChatGPT
- Kynning og notendaviðmót
- Helstu stillingar (e. settings)
- Sérstillingar (e. personalization) og minni (e. memory)
- Samskipti - sjálfvirkt, snögg eða hugsa?
- Einföld samskipti (e. new chat)
- Verkefni (e. new project)
- Rannsókn (e. deep research) - hvar og hvenær?
- Erindreki (e. agent mode) - hvað og hvers vegna?
- Kvaðningar (e. prompt)
- Förum yfir notkunartilvik s.s. í námi, vinnu eða skapandi myndvinnslu.
- Öryggismál og persónuvernd
- Umræða og spurningar frá þátttakendum
Nemendur fá lesefni, dæmi um kvaðningar, glærur og fleira í upphafi námskeiðs.
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Tilboð
- Fáðu tilboð í ChatGPT námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?
