Microsoft Word

Word námskeið

Microsoft Word þekkja flestir enda einn mest notaði ritþór sem um getur. Merki Microsoft fyrir hugbúnaðinn Word

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu aðgerðir Word, rætt um leturgerð, snið, form og fleira. Gerð efnislits, settur haus og fótur ásamt sett inn forsíða. Unnið með myndir og hvernig má stýra þeim. Einnig er farið yfir hvað H1 til H6 er og hvað það gerir. Villupúki settur upp en hægt er nálgast hann frítt á netinu. Farið er yfir vistun, hvort sem er á vinnustöð eða í skýinu og svo hvernig hægt er að færa skjal yfir í PDF form.

Ávinningur

Að kynnast helstu þáttum Microsoft Word og þeim eiginleikum sem þar er að finna.
Sjá hvaða möguleikar eru í boði og geta valið á milli þeirra. Rata um og vita hvar helstu stillingar eru að finna. Læra helstu hugtök og geta deilt efni t.d. frá skýjalausnum á borð við „OneDrive“ eða sambærilegu.

Yfirferð

  • Yfirferð um stjórnborð
  • Leturgerð, hverja og hverja ekki
  • Snið, form og fleira
  • H1 til H6 – Hvað er það og af hverju skiptir það máli
  • Efnisyfirlit – Einföld leið
  • Val á forsíðu
  • Haus og fótur í skjali
  • Innsetning mynda – Hvaða form eru til staðar
  • Vistun skjala í skýi svo og staðbundin
  • Yfirlestur fyrir íslensku
  • Umbreyting í t.d. PDF form

Unnið er með tilbúinn texta þar sem hann er sniðin til með þeim atriðum sem hér er lýst að ofan. Ekki er um kynningu að ræða heldur eingöngu verkefni sem nemendur vinna á námskeiðinu.

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

  • Fáðu tilboð í MS Word námskeið
    • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
  • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
    • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
    • Verð miðast við einn hóp
    • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
  • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?