Microsoft Teams

Teams námskeið

Með Microsoft Teams Merki M365 fyrir Teams kemur ný leið til að halda utan um samskipti innan skipulagsheilda og eða innan verkefna. Með MS Teams má deila gögnum, taka fjarfundi, eiga í léttu spjalli (e. chat) við samstarfsaðila og margt fleira. Með Teams fæst nýr vettvangur er leysir af hólmi eldri hugmyndir um samvinnu og samskipti. Með Teams má setja upp teymi fyrir hverja deild eða svið. Innan hvers teymis má svo setja upp rásir er endurspeglar skipulag eða umræðu í kringum ákveðin verkefni. Rásir geyma samskipti, gögn og annað en þar má líka bóka fundi, vera með hópspjall og setja á tengingar við önnur kerfi / lausnir.

Ef eiga þarf samskipti við einstakling má nýta sér spjallið (e. chatt) hvort sem er að senda skilaboð, hringja eða eiga fjarfund í mynd.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað Microsoft Teams er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að samskiptum, samvinnu, aðgengi gagna og fleira.

Ávinningur

Aukin færni og geta í notkun á Teams og kynnast þessari frábæru afurð betur.

Yfirferð

 • Hvað er Teams?
 • Hvað býður það uppá?
 • Hvernig fer samvinna fram þar?
 • Umhverfi Teams – Er munur á?
  • PC, MAC, veflægt.
 • Hópar vs. rásir
 • Hvaða munur er á opnum hópum og lokuðum?
 • Hvernig stofna á hópa og rásir.
 • Notendur, réttindi – Hvað má?
 • Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams
 • Tenging við Outlook póstkerfið

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

 • Fáðu tilboð í MS Teams námskeið
  • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
 • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
  • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
  • Verð miðast við einn hóp
  • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
 • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?