Microsoft SharePoint

SharePoint námskeið

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað M365 SharePoint sé.Microsoft SharePoint merki Hvernig hægt er að nýta það sem innranet og gagnasvæði fyrir deildir og verkefni. Hvað er síðusafn (e. site collection), aðgangsstýringar ásamt því hvað er „Hub site“, „Team site“ og „Communication site“? Öryggisvitund er öllum mikilvæg, ekki bara þeim er reka tölvukerfi eða bera ábyrgð á daglegum rekstri, og því mikilvægt að koma inn á þann hluta þ.e. öryggismál.

Segja má að SharePoint sem bakbeinið í M365 og því mikilvægt fyrir þá er reka M365 að þekkja inn á hvað hægt er að gera og hvar helstu aðgerðir séu framkvæmdar.

Ávinningur

Aukinn skilningur á hvað M365 SharePoint sé og hvar hægt er að nýta sér þá fjölmörgu möguleika er hann býður uppá. Um grunnnámskeið er að ræða og því ekki krafist neinnar þekkingar á SharePoint.

Eftir námskeiðið á viðkomandi að hafa grunnþekkingu á SharePoint umhverfinu, þekkja muninn á helstu svæðum (e. sites) og hvernig er hægt að nýta sér það.

Yfirferð

 • M365 SharePoint – Stóra myndin
 • Hvað er síðu safn (e. site collection) og hvar er það notað?
 • Aðgangsstýringar – hvað má?
 • Munur á Hub site, Team site og Communication site?
 • Hvað eru síður (e. sites)?
 • Er munur á listum og söfnum (e. lists & libraries)?
 • Innranet og vefpartar
 • Tengsl við afurðir eins og MS Teams & OneDrive
 • Öryggisvitund

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

 • Fáðu tilboð í MS SharePoint námskeið
  • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
 • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
  • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
  • Verð miðast við einn hóp
  • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
 • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?