Microsoft PowerPoint
PowerPoint námskeið
Á þessu námskeiði er farið yfir stjórnborðið, skoðum leturgerð og stærð með sýnileika í huga. Notkun hluta og samantekt á þeim. Skoðum hvað er hönnunarhugmynd (e. design idea) og síðast en ekki síst farið yfir grunnstillingar (e. slide master).
Microsoft PowerPoint M365 er nýjasta útgáfan af þessum vinsæla kynningartóli og ef þú hefur uppfært frá eldri útgáfu þá getur þú teiknað, gert samantektir, notað táknmyndir og líkön, gert snjall-lista og tekið upp.
PowerPoint hefur aldrei verið eins spennandi.
Ávinningur
Að kynnast PowerPoint betur og nýtt þér margt af því nýjasta sem þetta frábæra kynningartól hefur fram að færa
Yfirferð
- Hvernig breyta á grunnstillingum á glærum (e. slides master)
- Leturgerð, stærð og grunnstillingar
- Notkun hluta (e. sections)
- Yfirlit eða samantekt á hlutum (e. summary zoom)
- Notkun á táknmyndum og líkönum (e. 3d models)
- Hvað er hægt að gera með snjall-list (e. smartart)
- Hvað er hönnunarhugmynd (e. design idea)
- Teikna, skrifa, reikna og breyta í form
- Myndbönd, hljóð og upptökur
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Kostnaður
Tilboð
- Fáðu tilboð í MS PowerPoint námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?