Microsoft Planner

Planner námskeið

Microsoft Planner er verkefnastjórnunartól Microsoft Planner merki fyrir teymi og er hluti af M365. Notendur geta með einföldum hætti útbúið áætlanir (e. plans) á „kanban“ útlítandi borðum.  Eftir það má útbúa verkefni (e. tasks) sem líta út eins og spjöld (e. cards) og svo úthlutað þeim til annara og eða flokkað eftir þörfum. Með Planner er einfalt að skipuleggja tíma þeirra er vinna saman og nýtist vel með öðrum afurðum M365 eins og Microsoft Teams, To Do og Outlook svo einhver séu nefnd.
Planner virkar vel á milli ólíkra miðla eins og frá borð eða fartölvunni yfir á vefinn eða með símum eða öðrum snjalltækjum. Einfalt er að útbúa verkefni á einum miðli og svo skoða og breyta frá öðrum.
Innan Planner er hægt að skipta á milli mismunandi sýna svo sem frá borðum (e. boards) yfir í töflu (e. charts) eða sjá stöðuna út frá tímaáætlun (e.scheduled) svo einhver séu nefnd.

Ávinningur

Með þessar afurð fær notandinn skýrari yfirsýn á þau verkefni er snúa að viðkomandi, hvort sem um eitt verkefni er að ræða eða fleiri.

Yfirferð

  • Hvað er Planner? – Stóra myndin.
    • M365 – Hvar kemur það inn í myndina?
  • Aðgerðir eins og:
    • „New Plan“
    • „Planner hub“
    • „My tasks
  • Verkefni (e. tasks), To-Do og fötur (e. buckets)
  • Hvaða stillingar eða eigindi er hægt að hafa á verkefni?
    • Tékklistar
    • Skrár eða viðhengi (e. attachments)
    • Myndir og eða hlekkir
    • Tegund vinnu
    • Tengingar við aðrar
    • Dagsetningar s.s. sem upphaf og endi
    • Og margt fleira.
  • Er einhver með of mörg verkefni?
  • Eru verkefni komin fram úr áætlun?
  • Samskipti í gegnum Outlook eða Microsoft Teams

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

  • Fáðu tilboð í MS Planner námskeið
    • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
  • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
    • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
    • Verð miðast við einn hóp
    • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
  • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?