Microsoft Outlook

Outlook námskeið

Microsoft Outlook er þinn persónulegi skipuleggjandi og hluti af M365 Office. Merki Microsoft fyrir póstforritið OutlookÞó margir líti á Outlook sem póstforrit er innan þess dagatal (e. calendar), umsýsla tengiliða, verkefnalistar (e. tasks) og sitthvað fleira.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað póstforritið Outlook hefur upp á að bjóða, þær aðgerðir sem þar er að finna, reglur (e. rules) farið yfir hvað er verkefni eða „To-Do“ (Áður e. tasks), sérstilla dagatalið, nota flokkun (e. categorize) og fleira.

Outlook er hægt að setja upp á vinnustöðvum, símum svo og snjalltækjum en má einnig nálgast á vefnum frá M365 sé notandi með aðgang að því.

Ávinningur

Að kynnast helstu þáttum kerfisins og þeim eiginleikum sem þar er nú að finna. Sjá hvaða möguleikar eru í boði og geta valið á milli þeirra. Rata um og vita hvar helstu stillingar eru að finna. Læra helstu hugtök og geta deilt efni t.d. frá skýjalausnum á borð við „OneDrive“ eða sambærilegu. Sett inn verkefni með upphafs og endadag ásamt því að og stilla áminningar. Setja flokka á fundi og sitthvað fleira.

Yfirferð

 • Outlook – Stóra myndin
 • Hvar finna má helstu aðgerðir
  • Hvað eru möppur (e. folders)
  • Hvað er sýn (e. view) og önnur uppröðun.
 • Notkun og uppsetning á flýtileiðum (e. quick steps)
 • Verkefni (e. tasks)
  • Smáforritið To-Do kynnt til sögunnar
 • Uppsetning og skilgreining á reglum (e. rules)
 • Dagatal (e. calendar)
  • Aðstoð við bókun funda (e. scheduling assistant)
  • Hvað eru flokkar (e. categorize)
  • Bókun fjarfunda (e. teams meetings)
 • Samtengin búnaðar og O365 vefgátt – Innskráning.
 • Geymsla á efni - vista í „OneDrive“.

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

 • Fáðu tilboð í MS Outlook námskeið
  • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
 • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
  • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
  • Verð miðast við einn hóp
  • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
 • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?