Microsoft OneNote
OneNote námskeið
OneNote er stafræn dagbók sem vistar allt sjálfkrafa sem sett er inn og skrifað. Hver síða er þannig byggð upp að hægt er að skrifa hvar sem er, setja inn myndir og hlekki. Hver og einn notandi getur verið með margar bækur inn í einu og því skipt á milli bóka fyrir vinnu, verkefna og jafnvel einka. OneNote er að mörguleiti merkilegur hugbúnaður fyrir marga hluta sakir og þeir sem hafa tekið hann upp eru almennt sammála um að þar sé á ferðinni frábær lausn. Farið verður yfir hvað OneNote sé - Hlutar, síður og undirsíður skoðaðar. Farið yfir töflur, tög og sniðmát ásamt helstu stillingar og fleira.
Ávinningur
Að nýta betur þá möguleika er OneNote býður uppa á og hvernig má samnýta það með öðrum afurðum. OneNote virkar til að mynda vel með Microsoft Teams til að halda utan um hugmyndir og fleira.
Yfirferð
- Hvaða útgáfur eru til og hverja á ég að nota?
- Farið er yfir hvað eru hlutar (e. sections)
- Hvað eru síður og undirsíður (e. pages & subpages)
- Aðgerðir eins og taka glósur (e. notes)
- Útbúa töflur (e. tables) & tög (e. tags)
- Innsetning á efni s.s. hlekkjum, myndum og hljóði.
- Deiling á dagbókum
- Samþætting við Outlook og OneDrive
- „OneNote“ smáforrit (e. app)
- Setja upp og halda utan um verkefni
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Kostnaður
Tilboð
- Fáðu tilboð í MS OneNote námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?