Teams námskeið

Hér má finna þau Microsoft Teams námskeið sem í boði eru. Besta upplifun fæst með því að taka þau eitt af öðru, byrja á "Teams grunnur" svo "Teams dagleg notkun" og enda á "Teams og Planner".
Hægt er að fá þau kennd á íslensku og eða ensku hjá viðskiptavini, í fjarkennslu eða sem upptökur.

"Microsoft Teams grunnur" er frábært námskeið fyrir þá sem eru að kynnast Teams eða hafa skoðað það og vilja vita meira. Farð er yfir hvernig kerfið er sett upp, virkni, hvað er teymi og rásir, samvinna, tengingar og fl.

Á þessu námskeiði, "Microsoft Teams og dagleg notkun", er farið yfir síur, merkingar, leit og margt fleira. Gert er ráð fyrir að notendur hafi setið "Microsoft Teams grunnur" eða hafi mikla þekkingu á kerfinu.

Á "Microsoft Teams - Planner og ToDo" er áhersla á verkefnin og gert ráð fyrir að notendur hafi góða þekkingu á Teams. "Microsoft Teams grunnur" og "Microsoft Teams og dagleg notkun" eru góðir undanfarar.