Námskeið

Microsoft Teams - Planner og ToDo

Microsoft Teams hefur verið innleitt hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga enda frábær lausnMerki Microsoft fyrir ýmsar afurðir.

Færri vita af Microsoft Planner og ToDo og því sem þau hafa fram að færa. Þar er annars vegar horft á hópinn og rekstur sameiginlegra verkefna og svo einstaklinginn með sín sértæku mál. Þannig má skipuleggja verkefni, útdeila verkþáttum og eiga í samskiptum, virkja áminningar og sjá framvindun verkefna frá mælaborði.

Á þessu námskeiði er lítið farið yfir Microsoft Teams og treyst á að notendur hafi kynnst sér þá lausn með öðrum leiðum. Hér er fókusinn á Microsoft Planner og ToDo og hvað þau hafa fram að færa. Hins vegar verður Microsoft Teams notað til að halda utan um teymið, sem ber ábyrgð verkefninu, utan um verkefnið sjálft, samskipti, fundargerðir og önnur skjöl.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað notendum Microsoft Teams sem vilja kynnast Microsoft Planner og ToDo og vilja nýta sér þau við verkefnastjórnun. Hér er áherslan á verkefnið, verkefnastjórn og önnur samskipti innan verkefnateymis.

Yfirferð

  • Setja upp nýtt verkefnateymi í Microsoft Teams
  • Viðmótið "Tasks by Planner og ToDo" kynnt
  • Setja upp Microsoft Planner innan teymis
    • Munur á læstri rás og opinni
  • Notkun á skrársvæði innan teyma svo og samskipta
  • Planner
    • Hópar - "M365 groups"
    • Fötur, verk og spjöld
    • Ábyrg, tög, mikilvægi, listar og fl.
    • Virkja tímasetningar
      • Hvar þær birtast
      • Hvernig má nálgast
      • Hengja ítarefni við verk
    • Endurtekningar og dæmi um notkun
    • Viðhengi
    • Stjórnborð og leit
  • ToDo
    • Hvað er ToDo og hvað er því ætlað að leysa?
    • Samspil ToDo og Planner + Outlook?
    • Yfirferð um ToDo
    • Listar og hópar
    • Spjöld
  • Kynning á Microsoft List og OneNote innan teyma

Aðrar upplýsingar

Gott er að hafa aðgang að Microsoft Teams meðan á námskeiðinu stendur frá vinnustöð eða í gegnum vafra.

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

  • Fáðu tilboð í MS Teams - Planner og ToDo
    • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
  • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
    • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
    • Verð miðast við einn hóp
    • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
  • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?