Námskeið

Microsoft Teams - Dagleg notkun

Microsoft Teams, ásamt öðrum Microsoft 365 (M365) afurðum, hefur verið innleitt hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Teams er frábær lausn til að halda utan umMicrosoft Teams merki samskipti innan deilda eða sviða, vinna saman í verkefnum, deila gögnum, taka fjarfundi og eða létt spjall (e. chat) og margt fleira.

Á þessu námskeiði er farið yfir daglega notkun Microsoft Teams svo sem uppröðun teyma, festur, síur, bókamerki, skipanir, tengingar við önnur kerfi, uppsetningu lista, samskipti við Outlook póstkerfið, viðbætur og fleira.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað notendum Microsoft Teams en vilja nýta sér möguleika þess enn betur. Hér er áherslan á hvað gerist innan hvers teymis. Gert er ráð fyrir að þátttakendur þekki Microsoft Teams, viti muninn á teymum og rásum ásamt öðrum almennum skilgreiningum.

Góður undirbúningur væri námskeiðið „Microsoft Teams grunnur“ ef um nýja notendur er að ræða.

Yfirferð

 • Teams stillingar
 • Vinnustika notandans
 • Uppröðun teyma
 • Rásir – vinsælast
 • Notkun á virkni (e. activity)
  • @<nafn>, @channel, @team
 • Teymin
  • Merkingar á skilaboðum
  • Sniðmát fyrir ný skjöl
  • Aðgengi að gögnum
  • Samvinna á skrám og merkingar
 • Tenging við póstforritið
  • Outlook
 • Fundir – bókun, rásir og upptökur
 • Leit
 • Stjórnun teyma
  • Meðlimir, stillingar, tög
 • Flýtileiðir

Aðrar upplýsingar

Gott er að hafa aðgang að Microsoft Teams meðan á námskeiðinu stendur frá vinnustöð eða í gegnum vafra.

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

 • Fáðu tilboð í MS Teams - Dagleg notkun
  • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
 • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
  • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
  • Verð miðast við einn hóp
  • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
 • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?