Microsoft
Microsoft - Power Bi
Á þessu grunnnámskeiði í "Power Bi" verður farið yfir hvað þarf að vera til staðar, hvað notendur geta gert, byggt upp borð og deilt því með öðrum.
Microsoft „Power Bi“ samanstendur af hugbúnaðarþjónustu, forritum og tengingum sem vinna saman að því að breyta óskyldum gögnum í heildstæða og sjónræna framsýn. Power Bi veitir almennum notenda þægilegt og gagnvirkt viðmót sem veitir góða innsýn inn í þau gögn sem búið er að draga saman.
Power Bi er ekki bara eitt forrit heldur safn og má þar helst nefna „Power Bi Desktop“ sem er gjaldfrjáls hugbúnaður sem settur er upp á vél viðkomandi.
Ávinningur
Að kynnast "Power Bi" og þeim ávinningi sem kerfið hefur upp á að bjóða.
Yfirferð
- Undirbúningur gagna – hvað þarf að hafa í huga?
- Gangagrunnsfræði s.s. töflur og vensl
- Hvað er „ETL“ og hvað hefur það með Power Bi að gera?
- Hvaða hugbúnaður er notaður?
- Power Bi – Desktop
- Power Bi – „Service“ og „Mobile“
- Power Bi – „Embeded“ og „Report Server“
- Power Bi leyfismál
- Frítt, „Pro“ og „Premium“
- Sækja gögn frá ýmsum stöðum
- Vinnsla í „Power Bi“
- Hlaða inn gögnum
- Útbúa borð
- Hlaða upp og deila
- Hvað er „Model view“
Námskeiðið er fyrst og fremst verklegt með sýnikennslu og munu nemendur vinna verkefni á meðan kennsla fer fram.
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Kostnaður
Tilboð
- Fáðu tilboð í MS - Power Bi námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?