Microsoft Lists
Microsoft Lists námskeið
Microsoft Lists er frábær lausn þegar vinna á með raðir en ekki bara reiti. Viltu halda utan um eignir eða vörubirgðir með verði, magni, raðnúmeri og fleira? Ef svo er þá gæti Microsoft Lists verið málið.
Hægt er að byrja með tóman lista og forma hann eftir þörfum eða byggja ofan á þeim sem þegar hafa verið gerðir. Sækja má hugmyndir í formi sniðmáta og eða hlaða inn lista frá Excel. MS Lists stendur eitt og sér sem lausn innan M365 en einnig er hægt að nota það með afurðum eins og Teams fyrir allan hópinn.
Ef vinna á með raðir getur MS Lists verið málið frekar en Excel eða To Do. Á þessu námskeiði færðu tækifæri að kynnast þessu frábæra tóli og ákveðið hvaða tól er best til að leysa það sem fyrir framan þig er.
Ávinningur
Að nýta betur þá möguleika er Microsoft Lists býður upp á enda er MS Lists svo miklu meira en bara einfaldur innkaupalisti eða To Do verkefni.
Yfirferð
- Hvað er Microsoft Lists?
- Hvað þarf til ?
- Áskrift eða ekki?
- Hvar er listinn geymdur?
- Hvar og hvernig á að nota MS Lists
- Listar vs. töflur
- Hvers vegna ætti ekki að nota Excel..?
- Að útbúa lista frá grunni
- Dálkar, línur og annað...
- Hvað er sniðmát og hvenær ætti að nota það?
- Flokkun og síun - hvað og hvernig?
- Sérstillingar og sýnir
- SharePoint
- Samvinna með MS Lists
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Kostnaður
Tilboð
- Fáðu tilboð í MS Lists námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?