Gervigreind námskeið

Gervigreind - Hvað er?

Hvað er gervigreind eða kannski réttara að segja "Spunagreind"? Hvað skilur hún eða skilur hún ekkert..? Hvar og hvenær er hægt að nota hana? SMynd af haus þar sem heilinn er gerður úr tenginum á milli punkta.krifa tölvupósta, lesa ársskýrlur, samantektir eða gera útreikninga í Excel? Hverjir tróna á toppnum í dag? Saga ChatGPT og núverandi útgáfur, afurðir og þau verkfæri sem eru í boði. Hvað er Google og Microsoft að bjóða upp á og hvað er á leiðinni? Dæmi tekin um hvar hægt er að nota gervigreind og hvað fyrirtæki hafa verið að gera. Hvar sjáum við hana notaða í dag. Hvað eru verslanir að gera? Velt upp eignarhaldi á efni sem gervigreind setur fram svo sem texta, myndum og myndböndum.

Ávinningur

Að fá innsýn í hvað gervigreind er og hvað hún er ekki. Hvar og hvernig hægt er að nota hana í dag. Nemendur ættu að vera færir að prófa sig áfram og hafa sýn á hvað er að koma.

Yfirferð

  • Sagan og hvernig spunagreind kemur okkur fyrir sjónir
    • Hvernig gera kvikmyndir henni skil í dag
  • Hvað er gervigreind og hvað er hún ekki?
    • Skilgreining á hugtakinu
    • Hver er munurinn á „Hvað“ og „Hvernig“?
  • Dæmi um notkun gervigreindar
    • í verslunun, afþreyingu...
  • OpenAi, Google og Microsoft
    • Hvaða þjónustur eru komnar í dag
    • Dæmi um ChatGPT, Gemini, Copilot, Midjouney
  • ChatGPT
    • Kynning og notendaviðmót
    • Stillingar og hugtök
    • Notkunartilvik, hvar og hvenær
    • Öryggismál og persónuvernd
  • Framtíðin og hvernig hún liggur
    • Eru einhver ein störf í hættu frekar en önnur?
  • Umræða og spurningar frá þátttakendum

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

  • Fáðu tilboð í Gervigreindar námskeið
    • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
  • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
    • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
    • Verð miðast við einn hóp
    • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
  • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Tilboð

  • Fáðu tilboð í sérsniðið Gervigreindar námskeið
  • Fyrir allt að 20 manns - Hámark
  • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
  • Fyrir einn hóp eða fleiri - Afsláttur ef pantað er fyrir þrjá hópa eða fleiri

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?