Gervigreind námskeið
Gervigreind - Hvað er?
Hvað er gervigreind? Hvað skilur hún eða skilur hún ekkert..? Er hægt að nota hana nú þegar – skrifa tölvupósta eða gera útreikninga í Excel? Hverjir tróna á toppnum í dag? Saga ChatGPT og núverandi útgáfur, afurðir og þau verkfæri sem eru í boði. Hvað er Google og Microsoft að bjóða upp á og hvað er á leiðinni?
Dæmi tekin um hvar hægt er að nota gervigreind og hvað fyrirtæki hafa verið að gera. Hvar sjáum við hana notaða í dag. Hvað eru verslanir á borð við Krónuna og Bónus að gera? Velt upp eignarhaldi á efni sem gervigreind setur fram svo sem texta, myndum og myndböndum.
Ávinningur
Að fá innsýn í hvað gervigreind er og hvað hún er ekki. Hvar og hvernig hægt er að nota hana í dag. Nemendur ættu að vera færir að prófa sig áfram og hafa sýn á hvað er að koma.
Yfirferð
- Sagan og hvernig gervigreind kemur okkur fyrir sjónir
- Hvernig gera kvikmyndir henni skil í dag
- Hvað er gervigreind og hvað er hún ekki?
- Skilgreining á hugtakinu
- Dæmi um notkun gervigreindar í verslunum
- Krónan, Bónus og AmazonGO
- Hver er munurinn á „Hvað“ og „Hvernig“?
- Gervigreind veit hvað á að segja / gera en skilur ekki hvernig
- OpenAi, Google og Microsoft
- Hvaða þjónustur eru komnar í dag
- Dæmi um ChatGPT, Dall.E, Bard, Copilot
- Gögn og framsetning á þeim
- Excel og gervigreind
- Framtíðin og hvernig hún liggur
- Eru einhver ein störf í hættu frekar en önnur?
- Umræða og spurningar frá þátttakendum
Leiðbeinandi
Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.
Kostnaður
Tilboð
- Fáðu tilboð í Gervigreindar námskeið
- Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
- Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
- Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
- Verð miðast við einn hóp
- Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
Tilboð
- Fáðu tilboð í sérsniðið Gervigreindar námskeið
- Fyrir allt að 20 manns - Hámark
- Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu
- Fyrir einn hóp eða fleiri - Afsláttur ef pantað er fyrir þrjá hópa eða fleiri
Hagnýt ráð
- Mörg stéttarfélög veita einstaklingum allt að 90% styrk af verði námskeiðs
- Vinnustaðir geta sótt um styrki í gegnum starfsmenntasjóði inn á Áttin
- Vinnumálastofnun veitir möguleika allt að 75% styrk af verði námskeiðs
Átt þú rétt á styrk..?