Microsoft Excel

Excel námskeið

Á þessu grunnnámskeiði er farið yfir stjórnborð Excel, helstu aðgerðir og flýtileiðir. Farið yfir muninn á vinnubók og síðum. HelstuMerki Microsoft fyrir hugbúnaðinn Excel formúlur skoðaðar og hvernig þær hjálpa okkur. Rætt er um hvernig gögn þurfa vera til staðar og mikilvægi þess.  Farið er yfir muninn á lista og töflum (e. tables). Vistun og deilingu á skjölum.

Notast er við nýjustu útgáfu af Excel og því farið í ýmislegt sem eingöngu finnst þar en ekki í eldri útgáfum.

Ávinningur

Að kynnast Excel, þekkja helstu aðgerðir og formúlur og geta lesið í gögnin svo hægt sé að nýta hugbúnaðinn sem mest.

Yfirferð

 • Hvaða gögn eru til staðar – munur á texta og tölum
 • Hvernig gögn viljum við nota
 • Helstu aðgerðir s.s. samtala, meðaltal, fjöldi, hæsta og lægsta gildi
 • Flýtileiðir – Draga
 • Hvernig má sníða umhverfið – Leggja áherslu á ákveðin svæði
 • Fastar og heiti á svæðum
 • Nokkrar helstu formúlur og hvernig þær eru byggðar upp
  • Notkun á tveimur leiðum kynntar
 • Töflur (e. charts) kynnt
 • Og fleira.

Leiðbeinandi

Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

Kostnaður

Tilboð

 • Fáðu tilboð í MS Excel námskeið
  • Tilboð út frá námskeiði en ekki fjölda nemenda - þó er hámarksfjöldi
 • Enginn lámarksfjöldi, en hámark 20 manns á hverju námskeiði
  • Hagkvæmt ef senda þarf marga á námskeið
  • Verð miðast við einn hóp
  • Góður afsláttur ef þrjú námskeið eða fleiri eru bókuð í einu
 • Hjá viðskiptavini eða í fjarkennslu

Hagnýt ráð

Átt þú rétt á styrk..?